Enski boltinn

Mál Evu gegn Mourinho tekið fyrir í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eva Carneiro og sjúkraþjálfarinn Jon Fearn huga að Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea.
Eva Carneiro og sjúkraþjálfarinn Jon Fearn huga að Eden Hazard í uppbótartíma í 2-2 jafntefli Chelsea og Swansea. Vísir/AFP
Í dag hefst málarekstur Evu Carneiro, fyrrum lækni Chelsea, gegn félaginu og Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóra þess, í London.

Carneiro segir að uppsögn hennar hjá félaginu hafi verið ólögmæt en hún var sett til hliðar eftir ósætti við Mourinho vegna atviks sem átti sér stað í leik Chelsea gegn Swansea í fyrstu umferð síðasta tímabils í ensku úrvalsdeildinni.

Carneiro og sjúkraþjálfarinn Jon Fearn hlupu inn á völlinn til að hlúa að Eden Hazard sem þýddi að Belgíumaðurinn þurfti að fara tímabundið út af eftir aðhlynninguna. Chelsea var því með níu menn inni á vellinum á þeim tíma þar sem að Thibaut Courtois hafði verið vikið af velli með rautt spjald fyrr í leiknum.

Sjá einnig: Heimurinn fær að vita hvað stóð í SMS sendingum Mourinho til Evu

Málið var fyrst tekið fyrir í janúar og febrúar en þá fóru vitnaleiðslur fram fyrir luktum dyrum. En í þetta sinn mun gerðardómurinn vera opinn almenningi og fjölmiðlum og gætu því ýmsar upplýsingar komið fram sem gætu komið málsaðilum illa, svo sem SMS-sendingar og tölvupóstar.

Aðilar gætu náð samkomulagi en svo virðist þó sem að málið muni hefjast eins og áætlað var í dag.

Mourinho var á miðju síðasta tímabili rekinn frá Chelsea og hefur nú verið ráðinn knattspyrnustjóri Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×