Innlent

Mál 442 barna í Kópavogi til barnaverndar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bærinn aðstoðar þá sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda.
Bærinn aðstoðar þá sem þurfa á fjárhagsaðstoð að halda. Fréttablaðið/vilhelm
674 fjölskyldur fengu fjárhagsaðstoð frá Kópavogsbæ á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu velferðarsviðs bæjarins sem gefin var út fyrir helgi.

Umfang aðstoðarinnar óx mikið eftir hrun samkvæmt tilkynningu frá bænum en fjöldinn hefur verið áþekkur síðastliðin þrjú ár.

Í skýrslunni kemur að auki fram að 717 tilkynningar bárust til sviðsins vegna barnaverndarmála vegna 442 barna. Það eru um fimm prósent barna Kópavogsbæjar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×