Innlent

Makrílveiði góð suður- og suðvestur af landinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipin eru dreyfð frá Vestmannaeyjum og vestur fyrir Eldeyjarboða.
Skipin eru dreyfð frá Vestmannaeyjum og vestur fyrir Eldeyjarboða. Vísir/Óskar
Makríll veiðist nú á stóru svæði suður- og suðvestur af landinu og eru skipin að fá góðan afla í hverju holi. Að sögn skipstjóra, sem fréttastofan ræddi við á miðunum í morgun er  ástandið  núna betra en í fyrra, þrátt fyrir dökkt útlit fyrr í vor, auk þess sem makríllinn er nú vænni en þá.

Skipin eru 
dreyfð  frá Vestmannaeyjum og vestur fyrir Eldeyjarboða og eru  alls staðar  að fá afla. Þrátt fyrir þessa góðu byrjun eru færri skip byrjuð veiðarnar en ætla mætti, sem gæti skýrst af því að almennt var talið að vertíðin færi ekki eins vel af stað og raun ber vitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×