Innlent

Makrílveiðar smábátasjómönnum mikilvægar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Óskar
Framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda fagnar því að makrílkvóti til handfærabáta sé aukinn. Mikilvægt sé fyrir greinina að fá auknar aflaheimildir til að bæta upp slæma stöðu ýsustofnins. Búist er við á að annað hundrað smábátar taki þátt í makrílveiðum á þessu ári.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur hækkað makrílkvóta íslenskra skipa á árinu 2014 úr 148 þúsund tonnum yfir í 168 þúsund tonn. Makrílkvóti handfærabáta hækkar um 800 tonn og fer í 6.800 tonn.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, fagnar ákvörðun ráðherra. Hann segir það hafa mikla þýðingu fyrir greinina að makrílveiðarnar fari vel af stað í ljósi slæmrar stöðu ýsustofnsins. Um 80 smábátar eru á makrílveiðum um þessar mundir en búist er við því að þeir verði vel á annað hundrað þegar veiðarnar ná hámæli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×