Innlent

Makrílgöngur út af Reykjanesi

Gissur Sigurðsson skrifar
Gert að makríl.
Gert að makríl.
Flest uppsjávarveiðiskipin, sem eru á makrílveiðum, eru nú stödd suðvestur af Reykjanesi, en þar varð vart við markíl göngu í gær.

Veiðarnar hafa gengið vel, það sem af er vertíðinni og mikil vinna hefur skapast í landi við að fullvilnna makrílinn. Þannig er unnið allan sólarhringinn í fiksiðjuveri HB Granda á Vopnafirði, sömuleiðis í Eyjum og víðar. Á sumum veiðisvæðunum slæðist smávegis af síld með í aflanum og er hlutfall hennar í aflanum frá  örfáum prósentum allt upp í 15 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×