Innlent

Makrílfrumvarpið ekki afgreitt á þessu þingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frumvarp sjávarútvegsráðherra um makríl verður ekki afgreitt á þessu þingi.
Frumvarp sjávarútvegsráðherra um makríl verður ekki afgreitt á þessu þingi. vísir/stefán
Búið er að komast að samkomulagi á Alþingi um þinglok en stefnt er að því að ljúka þingi á föstudaginn, að sögn Helga Hjörvars, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Samkomulagið náðist í gær.

Fjöldamörg mál bíða afgreiðslu þingsins og hefur verið mikið deilt um mörg þeirra, þar á meðal makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra og breytingatillögu atvinnuveganefndar um að færa nokkra virkjunarkosti í nýtingarflokk.

 

Helgi segir að makrílfrumvarpið verði ekki afgreitt á þessu þingi og þá hafi breytingatillaga atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar verið dregin til baka. Þá verði frumvarp um Bankasýsluna ekki afgreitt á þessu þingi heldur.


Tengdar fréttir

Makríll og höft í næstu viku

Nefndarfundur var á Alþingi í gær. Á meðal stórra mála sem tekin voru fyrir má nefna frumvarp sjávarútvegsráðherra um makríl og frumvörp fjármálaráðherra tengd haftalosun.

„Lágkúra“ og „ódrengskapur“ á Alþingi

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, var vægast sagt ósáttur við ummæli sem Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lét falla á þingi í dag.

Fiskurinn sem fjötraði þingið

Allt útlit var fyrir að samkomulag væri að nást um þinglok í upphafi síðustu viku. Þá kom nýtt útspil í makrílmálinu sem setti allt upp í loft. Enn ríkir nokkur óvissa um málið en svo virðist sem sátt sé að nást og þar með um þinglok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×