Makedónía komst áfram međ marki á síđustu sekúndunni

 
Handbolti
18:56 19. JANÚAR 2016
Spennan var svakaleg í leiknum.
Spennan var svakaleg í leiknum. VÍSIR/EPA

Makedónía og Serbía skildu jöfn, 26-26, í úrslitaleik í A-riðli um sæti í milliriðli 1. Leikurinn var ævintýrlega jafnt og spennandi allan tímann.

Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13, en aðeins tvisvar sinnum í fyrri hálfleik munaði tveimur mörkum á liðunum.

Í seinni hálfleik var bókstaflega jafnt á öllum tölum þar sem liðin skiptust á að skora. Staðan var enn jöfn, 26-26, þegar 30 sekúndur voru eftir.

Serbar fóru þá í sókn og skoraði Darko Djukic þegar tólf sekúndur voru eftir, 27-26. Þarna héldu Serbar að þeir væru að tryggja sér sigurinn.

Svo var ekki því Dejan Manaskov komst inn úr horninu fyrir Makedóníu og jafnaði metin þegar ein sekúnda var eftir af leiknum, 27-27.

Þetta mark skaut Makedóníu áfram í milliriðil eitt og sendi Serbana heim. Bæði lið eru með eitt stig en Makedónía er með betra markahlutfall.

Manaskov var svo sannarlega hetja Makedóníu því hann skoraði tíu mörk, þar af sigurmarkið, úr fjórtán skotum. Zarko Sesum var markahæstur Serba ásamt Petar Nenadic með sjö mörk.

Leikur Frakka og gestgjafa Póllands í sama riðli í kvöld verður barátta um hvort liðið fer áfram með fjögur stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Makedónía komst áfram međ marki á síđustu sekúndunni
Fara efst