Innlent

Maímánuður sá kaldasti frá 1982

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Mánaðarmeðalhiti í Reykjavík var 4,6 stig, sem er 2,4 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Mánaðarmeðalhiti á Akureyri var 4 stig eða tveimur stigum undir meðallagi.
Mánaðarmeðalhiti í Reykjavík var 4,6 stig, sem er 2,4 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Mánaðarmeðalhiti á Akureyri var 4 stig eða tveimur stigum undir meðallagi. vísir/ernir
Maímánuður síðastliðinn var sá kaldasti frá árinu 1982. Mánaðarmeðalhiti í Reykjavík var 4,6 stig, sem er 2,4 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára. Mánaðarmeðalhiti á Akureyri var 4 stig eða tveimur stigum undir meðallagi.

Kuldinn var að tiltölu mestur á hálendinu, en þar var hiti allvíða 3 til 4 stig undir meðallagi síðustu tíu ára, en mildast var á Austfjörðum þar sem hiti var um 1,1 til -1,5 undir sama meðaltali, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að fyrstu tvær vikurnar hafi verið sérlega kaldar og tíð þá erfið, en síðari hluta mánaðarins hafi tíðin orðið skárri og heldur hlýrra hafi verið í veðri lengst af. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×