MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR NÝJAST 11:30

Kimmel kom međ heila rútu af grunlausum túristum inn á Óskarinn

LÍFIĐ

Maia fćr ekki titilbardaga strax

 
Sport
22:45 25. JANÚAR 2016
Demian Maia.
Demian Maia. VÍSIR/GETTY

Demian Maia varð ekki af ósk sinni um titilbardaga þar sem að tilkynnt var í dag að næsti bardagi hans verði gegn Matt Brown. Maia, sem berst í veltivigt, vann síðast sigur á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Las Vegas í desember.

Engu að síður er um risastóran bardaga að ræða og fær Maia nú að berjast á heimavelli. Um UFC Fight Night bardagakvöld er að ræða en aðalbardagi kvöldsins verður á milli Ronaldo Souza og Vitor Belfort.

Sjá einnig: Maia: Gunnar er frábær bardagamaður

Maia hefur unnið 22 sigra í 28 bardögum á ferlinum en fjóra í röð. Hann vann sannfærandi sigur á Gunnari í bardaga þeirra í desember og sagði eftir þann slag að hann vildi fá tækifæri til að berjast um titilinn. Sigur á Brown, sem þurfti að hætta við bardaga í nóvember vegna meiðsla, myndi færa honum skrefi nær því.

Robbie Lawler er ríkjandi meistari í veltivigt. Maia er í fimmta sæti í styrkleikalista UFC í þyngdarflokknum en Brown í því sjötta.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Maia fćr ekki titilbardaga strax
Fara efst