Enski boltinn

Mahrez: Hef engan áhuga á að fara til PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mahrez hefur átt frábært tímabil með Leicester.
Mahrez hefur átt frábært tímabil með Leicester. vísir/getty
Riyad Mahrez, nýkjörinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki hafa áhuga að fara til Frakklands og spila fyrir Paris Saint-Germain.

„Ég studdi Marseille þegar ég var yngri,“ sagði Mahrez sem fæddist og ólst upp í Sarcelles, úthverfi Parísar.

„París freistar mín ekkert sérstaklega. Þetta er borgin mín en ég á erfitt með að sjá að ég fari aftur þangað. Það er ekki útilokið en í sannleika sagt vil ég það ekki. Ég hef engan áhuga á að snúa aftur til Frakklands,“ bætti Alsíringurinn við.

Leicester keypti Mahrez af Le Havre í janúar 2014 og síðan hefur leiðin legið upp á við hjá honum. Mahrez skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Leicester í úrvalsdeildinni en hann hefur svo slegið í gegn í vetur.

Mahrez er kominn með 17 mörk og 11 stoðsendingar fyrir spútniklið Leicester sem er komið með níu fingur á Englandsmeistaratitilinn. Mahrez og félagar eru með sjö stiga forskot á Tottenham hefur þrjár umferðir eru eftir og þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×