Erlent

Mágur Ivönku Trump mætti á mótmælin í Washington

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Joshua Kushner ásamt unnustu sinni Karlie Kloss.
Joshua Kushner ásamt unnustu sinni Karlie Kloss. vísir/getty
Joshua Kushner, bróðir eiginmanns Ivönku Trump, var viðstaddur mótmælin sem fram fóru í Washington í gær. Blaðamaður tímaritsins Washingtoninan kom auga á Kushner og tók af honum ljósmynd.

Hann sagði þó við fjölmiðla að hann væri aðeins að fylgjast með.



Ivanka Trump og Jared Kushner.vísir/getty
Fjölmenn mótmæli fóru fram víðsvegar um heim í gær í kjölfar embættistöku Donalds Trumps á föstudaginn. Konur höfðu forgöngu að mótmælunum en um hálf milljón kvenna kom saman í höfuðborg Bandaríkjanna í gær til þess að mótmæla Trump.

Samskonar mótmælaganga var farin í Reykjavík í gær.

Joshua Kushner er yngri bróðir Jareds Kushner, eiginmanns Ivönku Trump. Jared Kushner mun verða sérstakur ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu. Demókratar hafa gagnrýnt skipun hans vegna náinna fjölskyldutengsla.

Yngri bróðirinn, Joshua, er hins vegar yfirlýstur stuðningsmaður Hillary Clinton. Unnusta hans, ofurfyrirsætan Karlie Kloss, er að sama skapi hliðholl Clinton. Karlie Kloss er heimsþekkt fyrirsæta og besta vinkona Taylor Swift. 

 

 

 


Tengdar fréttir

Konur um allan heim mótmæla Donald Trump

Konur halda mótmælagöngur víða um heim í dag gegn Donald Trump, 45. forseta Bandaríkjanna. Búist er við því að yfir hálf milljón kvenna komi saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna þar sem Trump sór embættiseið að bandarísku stjórnarskránni er hann tók við embætti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×