Íslenski boltinn

Magnús segir upp samningnum við Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús (t.v.) hefur verið í herbúðum Vals undanfarin tvö ár.
Magnús (t.v.) hefur verið í herbúðum Vals undanfarin tvö ár. Vísir/Valli
Knattspyrnumaðurinn Magnús Már Lúðvíksson hefur sagt upp samningi sínum við Val. Þetta staðfesti Magnús í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég er allavega samningslaus í augnablikinu. Það er ekkert ákveðið með framhaldið,“ sagði Magnús við Fótbolta.net í dag.

Það er þó ekki loku fyrir það skotið að leikmaðurinn verði áfram á Hlíðarenda, en Magnús var með uppsagnarákvæði í samningi sínum og gæti endursamið við félagið.

Magnús, sem er 33 ára, lék alla 22 deildarleiki Vals í sumar og skoraði þrjú mörk, líkt og í fyrra.

Hann hefur einnig leikið með KR, Fjölni, Drangi, ÍBV og Þrótti á ferlinum.


Tengdar fréttir

Magnús hættur hjá Val

Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í kvöld.

Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum

Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum.

Magnús Gylfason hættur með Val

Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is.

Donni hættir líka hjá Val

Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×