Íslenski boltinn

Magnús Páll til Fjölnis | Djúpmenn fá tvo á láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Páll fagnar marki sumarið 2007.
Magnús Páll fagnar marki sumarið 2007. Vísir/Vilhelm
Fjölnir hefur fengið framherjann Magnús Pál Gunnarsson frá Haukum.

Magnús Páll lék með Haukum 2012 og 2013, en hann hefur ekkert leikið í sumar.

Magnús Páll lék lengst af með Breiðabliki, þar sem hann er uppalinn. Hann varð þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar sumarið 2007 þegar hann skoraði átta mörk í 17 deildarleikjum fyrir Breiðablik.

Þá hefur BÍ/Bolungarvík fengið tvo leikmenn til sín á láni; Agnar Darra Sverrisson frá Víkingi R. og Óskar Elías Zoega Óskarsson frá ÍBV.

Agnar lék 11 leiki með Víkingi í Pepsi-deildinni og skorað eitt mark, en Óskar kom við sögu í sex deildarleikjum hjá ÍBV.

Djúpmenn sitja í 11. og næstneðsta sæti 1. deildar með 14 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×