Sport

Magnús og Kolfinna Íslandsmeistarar í borðtennis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistararnir Magnús K Magnússon og Kolfinna Bjarnadóttir.
Íslandsmeistararnir Magnús K Magnússon og Kolfinna Bjarnadóttir. Vísir/Stefán
Víkingurinn Magnús K Magnússon og HK-ingurinn Kolfinna Bjarnadóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í borðtennis.

Magnús K Magnússon varð Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum en þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Kolfinnu.

Magnús vann Kára Mímisson úr KR í úrslitaleiknum sem fór 4-0 fyrir Magnús. Íslandmeistarinn frá því í fyrra, Daði Freyr Magnússon, tapaði í undanúrslitum á móti Kára Mímissyni.   

Kolfinna Bjarnadóttir vann Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleiknum hjá konunum. Aldís Rún var á palli í öllum flokkum en hún fékk gull í tvenndarleik og silfur í tvíliðaleik

Verðlaun á mótinu skiptust á  milli fimm félaga eða HK, KR, BH, Víkinga og Dímon en keppnin í ár var sú mest spennandi í mörg ár.



Íslandsmeistari í einliðaleik karla:

Magnús K Magnússon, Víkingi

Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna:

Kolfinna Bjarnadóttir, HK

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla:  

Kári Mímisson og Kári Ármannsson KR sigruðu Magnús K Magnússon og Daða Frey Guðmundsson úr Víking

Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna

Ásta Urbancic KR og Bergrún Linda Björgvinsdóttir Dímon unnu Aldísi Rún Lárusdóttur og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Íslandsmeistarar í tvenndarleik:

Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson KR

Íslandsmeistari í 1. flokki karla:

Tómas Shelton BH

Íslandsmeistari í  1. flokki kvenna:

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir KR

Íslandsmeistari í  2. flokki karla:

Karl A Claessen KR

Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna:

Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×