Íslenski boltinn

Magnús Már verður spilandi aðstoðarþjálfari Fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Magnús Már í Fram-búningnum í morgun.
Magnús Már í Fram-búningnum í morgun. mynd/fram
Magnús Már Lúðvíksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Fram og verður spilandi aðstoðarþjálfari Fram í 1. deild karla í knattspyrnu, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Magnús Már er 33 ára gamall og hefur spilað með Val undanfarin ár en var þar áður á mála hjá KR, Þrótti og ÍBV.

Hann á að baki rúmlega 150 leiki í efstu deild, 50 leiki í 1. deild og 27 bikarleiki. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 2011.

Magnús Már er auk þess afar fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vellinum.

Hann spilaði alla leiki Vals í deild og bikar árin 2013 og 2014.

Sverrir Einarsson, formaður knd.deildar Fram, og Magnús Már handsala samninginn í morgun.mynd/fram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×