Körfubolti

Magni tók skóna af hillunni og ætlar að spila með KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magni Hafsteinsson.
Magni Hafsteinsson. Vísir/Andri Marinó
Topplið KR í Dominos-deikd karla í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu á móti Tindastól á dögunum en Vesturbæjarliðið hefur nú náð sér í góðan liðstyrk fyrir lokaspettinn á tímabilinu.

Magni Hafsteinsson hefur ákveðið að taka skóna af hillunni en hann var í Íslandsmeistaraliði KR-inga á síðustu leiktíð og vann stóra titilinn einnig með KR vorið 2000.

"Magni Hafsteinsson mun leika með Íslandsmeisturum KR út tímabilið. Magni var gríðarlega mikilvægur hlekkur í liðinu á síðasta tímabili en lagði skónna á hilluna síðastliðið vor vegna nýrra verkefna í starfi. Á nýju ári hefur skapast svigrúm til ástundunar æfinga og löngunin var svo sannarlega til staðar að rífa skónna af hillunni," segir í frétt á heimasíðu KR.

Magni er nýorðinn 34 ára gamall en spilar sem framherji og ætti að hjálpa KR-liðinu undir í körfunni og þá ekki síst í varnarleiknum.

Magni var með 6,1 stig og 3,9 fráköst að meðaltali í leik með KR í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×