Lífið

Magnaður flutningur skaut Evu Margréti í úrslitin: „Þú ert Borgfirðingum til sóma“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
„Þú ert Borgfirðingum til sóma, nær og fjær,“ sagði Jakob Frímann Magnússon einn dómari Ísland Got Talent í gær eftir magnaða frammistöðu söngkonunnar Evu Margrétar í þriðja og síðasta undanúrslitaþætti Ísland Got Talent í kvöld.

„Þetta leit stórkostlega út, hljómaði alveg gullfallega og þú ert glæsileg,“ sagði Jakob Frímann eftir að hafa gefið Ágústu Evu ókeypis tíma í ættfræðikennslu. 

Eva Margrét stundar nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Var hún eftirminnilega send beint í undanúrslitin þegar Marta María ýtti á gullhnappinn í áheyrnarprufunum og sagði Marta Maríu að Eva Margrét væri fædd stjarna.

Er hún mikil hestakona og elskar að syngja. Hún slasaði sig reyndar örlítið við tamningu fyrir kepppnina en lét það ekki á sig fá og flaug inn í úrslitaþáttinn eftir að dómarar völdu hana áfram.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×