Lífið

Magnaður flutningur Lady Gaga á Óskarnum: Fórnarlömb nauðgana fylltu sviðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mögnuð stund.
Mögnuð stund. Vísir/getty
Söngkonan Lady Gaga skildi alla eftir orðlausa á Óskarsverðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum í nótt þegar hún flutti lagið Til it happens to You úr heimildarmyndinni The Hunting Ground. Gaga var tilnefnd ásamt lagahöfundinum Diane Warren fyrir besta lag í kvikmynd.

Gaga byrjaði ein á sviðinu og hefst lagið nokkuð rólega. Aftur á móti er mikil uppbygging í því og var greinilegt að flutningurinn tók á Lady Gaga, en myndin fjallar um kynferðisofbeldi gegn konum.

Undir lok lagsins gengu fórnarlömb nauðgana inn á sviðið sem áttu öll það sameiginlegt að hafa verið nauðgað á lífsleiðinni eða orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ótrúlega sterkur flutningur sem kom boðskap myndarinnar vel á framfæri. 

Lady Gaga og Diane Warren hafa báðar orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi og tók flutningurinn á áhorfendur í salnum sem táruðust margir.

Hér að neðan má sjá þegar Lady Gaga tók lagið Til it happens to You í nótt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×