Erlent

Magnað myndband úr lyftunni upp í One World Trade Center

Atli Ísleifsson skrifar
Á myndbandinu má sjá þróun og uppbyggingu á eyjunni Manhattan frá árinu 1500 til dagsins í dag. Í lok myndbandsins sést til nyrðri turns Tvíburaturnanna og svo hvernig hann hverfur sjónum á ný.
Á myndbandinu má sjá þróun og uppbyggingu á eyjunni Manhattan frá árinu 1500 til dagsins í dag. Í lok myndbandsins sést til nyrðri turns Tvíburaturnanna og svo hvernig hann hverfur sjónum á ný.
Félag sem heldur utan um útsýnismiðstöðina í One World Trade Center í New York hefur birt magnað myndband sem verður sýnt í fimm sérstökum lyftum ætluðum ferðamönnum og öðrum áhugasömum upp í turninn.

Á myndbandinu má sjá þróun og uppbyggingu á eyjunni Manhattan frá árinu 1500 til dagsins í dag. Í lok myndbandsins sést til nyrðri turns World Trade Center og svo hvernig hann hverfur sjónum á ný.

Myndbandið hefst á þeim tíma er dyrnar lokast á jarðhæð í nýja turninum og klárast þegar þær opnast á 102. hæð, 47 sekúndum síðar.

Í tæpar fjórar sekúndur má sjá nyrðri turn Tvíburaturnanna, sem samsvarar nokkurn veginn hlufallslega til þess tíma sem turnarnir stóðu, en þeir hrundu í hryðjuverkaárásinni þann 11. september 2001.

David W. Checketts, framkvæmdastjóri Legends Hospitality, segir í samtali við New York Times að engin leið hafi verið til að komast hjá því að minnast 11. september á einhvern hátt.

„Atburðurinn er vissulega sögulega mikilvægur. Við töldum að ekki væri hægt að hunsa hann. Með því að láta hann birtast í myndbandinu það ár sem þeir voru reistir og láta þá hverfa það ár sem þeir hrundu var virðingarfull leið til að koma því til skila að þeir voru í raun hluti landslagsins.“

Sjá má myndbandið að neðan.


Tengdar fréttir

Birti myndband úr dróna af Auschwitz

Breska ríkisútvarpið hefur birt myndband sem tekið var úr dróna af rústum útrýmingarbúða nasista í Auschwitz-Birkenau í Póllandi.

Gluggaþvottamönnum bjargað í New York

Engan sakaði þegar gluggaþvottamenn sem fastir voru utan á 68. hæð One World Trade Center í New York var bjargað síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×