Erlent

Magnað myndband göngumanns frá byrjun gossins í Calbuco

Atli Ísleifsson skrifar
Calbuco lét síðast á sér bæra árið 1972.
Calbuco lét síðast á sér bæra árið 1972.
Göngumaður í Chile náði fyrir tilviljum ótrúlegum myndum af því þegar eldfjallið Calbuco byrjaði að gjósa á miðvikudaginn.

Göngumaðurinn var að taka myndband af fallegum fossum í nágrenninu þegar eldfjallið bærir loks á sér í fyrsta sinn í 43 ár.

„Það eru fáir á ferli hérna,“ segir göngumaðurinn á spænsku þegar hann beinir myndavélinni að fossunum. „Fallegt, eldfjallið hérna,“ segir hann og andartaki síðar hefst gosið.

Sjá má myndbandið í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Öskuskýið veldur íbúum áhyggjum

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Síle vegna eldgossins í Calbuco, einu af þremur hættulegustu eldfjöllum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×