Lífið

Magnað myndband: Urtur með nýkæpta kópa í Ísafjarðardjúpi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegar myndir.
Ótrúlegar myndir. vísir
Róbert Daníel Jónsson náði skemmtilegum myndum í Ísafjarðardjúpi á dögunum og birti þær á YouTube í dag. Þar má sjá Urtur með nýkæpta kópa og þá tengingu sem á sér stað milli þeirra.

Róbert birtir texta með meðfylgjandi myndbandi og þar segir; Urtur kæpa einum kópi í júní og ala önn fyrir honum í 3 – 4 vikur. Kóparnir eru um 80 sentímetrar að lengd og 10 kg að þyngd við fæðingu. Þeir fæðast í gráum hárum, en kasta hvítum fósturhárum þegar í móðurkviði.

Að kópauppeldi loknu fara dýrin úr hárum. Því líkur í ágúst og fer þá mökunin fram. Eftir mökun fara dýrin utar og halda til við útsker í ætisleit. Landselir ferðast lítið og einungis ung dýr flakka landshorna á milli. Eldri dýr koma ár eftir ár á sömu slóðir til kæpingar, líklega á æskuslóðirnar.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega og fallega myndband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×