Handbolti

Magnað flautumark Rúnars Kárasonar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúnar skoraði flott mark.
Rúnar skoraði flott mark. mynd/skjáskot
Rúnar Kárason, skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, skoraði magnað mark fyrir sitt lið á móti Evrópumeisturum Flensburg í apríl.

Rúnar tryggði sínum mönnum stig með sirkus-flautumarki á síðustu sekúndunni, en markið kemur til greina sem mark aprílmánaðar í þýsku deildinni.

Hann skoraði í heildina fimm mörk í leiknum, ekkert þó mikilvægara en síðasta markið sem tryggði Hannover mikilvægt stig á móti stórliðinu.

Kosning stendur yfir og er hægt að styðja Rúnar með því að henda „Like“ á markið.

DKB Tor des Monats April - Runar Karason - TOR 1

TOR 1: Cooler als die TSV Hannover-Burgdorf geht nicht: 1 Tor hinten, letzter Angriff und Lars Lehnhoff und Runar Karason fällt nichts anderes ein als der ultimative Last-Second-Kempa!Ist diese Aktion euer DKB Tor des Monats? Dann stimmt bis 15. Mai dafür ab!

Posted by DKB Handball-Bundesliga on Monday, May 4, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×