Sport

Mætti á lokaathöfnina sem Super Maríó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Tölvuleikurinn Super Mario Bros er ein þekktasta vara Japana hin síðari ár og var heimurinn minntur á það á lokaathöfn Ólympíuleikanna í Ríó í gær.

Næstu sumarólympíuleikar fara fram í Tókýó eftir fjögur ár og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, mætti á athöfnina klæddur sem sjálfur Super Mario.

Áður hafði verið sýnt myndband þar sem Super Mario sést hlaupandi um Tókýó áður en hann stökk upp í sitt fræga græna rör, líkt og alþekkt er úr tölvuleiknum. Græna rörið birtist svo á Ólympíuleikvanginum í Ríó og upp úr því kom áðurnefndur Abe.

Það má reikna með því að Ólympíuleikarnir í Tókýó verði hinir glæsilegustu þegar þeir fara fram eftir fjögur ár.

Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×