Lífið

Mætt til Íslands til að taka upp Game Of Thrones

Samúel Karl Ólason skrifar
Tökur fyrir Game of Thrones hafa áður farið fram á Íslandi og hefur íslenskt landslag verið notað í bakgrunna í þáttunum.
Tökur fyrir Game of Thrones hafa áður farið fram á Íslandi og hefur íslenskt landslag verið notað í bakgrunna í þáttunum.
Tökulið Game of Thrones þáttanna er mætt til Íslands og eru tökur fyrir sjöundu þáttaröð hafnar. Til stendur að taka upp á mismunandi stöðum á Íslandi til loka næstu viku. Fyrstu starfsmenn HBO komu til landsins í síðustu viku til að undirbúa tökurnar, samkvæmt heimildum Vísis.

Í gær var birt mynd á Twitter sem kona sagðist hafa fengið frá vini sínum á Íslandi, sem rakst á Kit Harrington, sem leikur Jon Snow. Ekki er tekið fram hvenær eða hvar þessi mynd var tekin.

Meðal annars munu tökurnar fara fram við Vatnajökul. Myndir af starfsmönnum höfðu verið birtar á Instagram og teknar saman af Watchers on the Wall, en þær hafa nú verið fjarlægðar.

Ísland hefur áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros, en nú er veturinn kominn og því gæti tökurnar hér því verið fyrir hvaða atriði sem er. Þá voru myndir frá Íslandi notaðar í bakgrunna í sjöttu þáttaröð.

Vísir sagði frá því í sumar að til stæði að taka upp atriði fyrir sjöundu þáttaröð hér á landi í janúar.

Sýningu sjöundu þáttaraðar Game of Thrones hefur verður frestað, en þættirnir munu ekki fara í sýningu á svipuðum tíma og áður. Yfirleitt hafa þáttaraðir byrjað um mánaðamót mars og apríl, en svo verður ekki að þessu sinni. Í raun liggur enn ekki fyrir hvenær þættirnir verða sýndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×