Innlent

Maðurinn sem handtekinn var vegna kynferðisbrots í Eyjum laus úr haldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur málið enn til rannsóknar.
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur málið enn til rannsóknar. vísir/pjetur
Maður á sextugsaldri sem lögreglan í Vestmannaeyjum handtók vegna kynferðisbrots sem ætlað er að hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudags hefur verið látinn laus.

Vísir greindi fyrst frá málinu í gær og sagði Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, að málið væri á viðkvæmu rannsóknarstigi. Samkvæmt tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum er málið enn í rannsókn.

Samkvæmt heimildum Vísis var þetta snemma morguns, vitni sá hvað átti sér stað, hringdi í lögregluna og mun sá hafa tekið myndir sem eiga að renna stoðum undir það að um nauðgun hafi verið að ræða.

Helstu verkefni liðinnar vikuLögreglan hafði í mörg horn að líta í liðinni viku enda töluverður fjöldi fólks í bænum og...

Posted by Lögreglan í Vestmannaeyjum on Tuesday, 7 July 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×