Lífið

Maðurinn sem Banda­ríkja­menn eru ást­fangnir af hefur á­kveðið sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nick er tengdasonur þjóðar.
Nick er tengdasonur þjóðar.
Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum.

í byrjun vikunnar kláraðist 21. þáttaröðin og gaf Nick Viall út síðustu rósina. Viall hefur áður komið við sögu í þáttunum, en þá í The Bachelorette þar sem hann hefur í tvígang komist nánast alla leið, en fengið höfnun þegar aðeins tveir menn standa eftir.

Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horf á nýjustu þáttaröðina af The Bachelor og vilja alls ekki vita hvaða konu Nick valdi þurfa að hætta að lesa strax.

.

.

.

.

.

Það er búið að vara þið við.

.

.

.

.

.

.

Nick Viall mætti í spjallþáttinn hjá Jimmy Kimmel á mánudagskvöldið í Bandaríkjunum og þá með unnustu sinni.

Kappinn valdi Vanessa Grimaldi sem vann hug og hjörtu margra Bandaríkjamanna í þáttaröðinni sem sýnd var á ABC í vetur. Nick er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum og mun hann taka þátt í Dancing with the Stars á næstunni.

Parið tók þátt í leik hjá Kimmel og gekk hann út á það hversu vel þau þekkja hvort annað. Þar kom meðal annars fram hvenær þau stunduðu fyrst kynlíf og margt fleira. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×