Innlent

Maðurinn ekki í lífshættu

Atli Ísleifsson skrifar
Líðan mannsins er betri en læknar á gjörgæslu þorðu að vona í fyrstu.
Líðan mannsins er betri en læknar á gjörgæslu þorðu að vona í fyrstu. Vísir/AFP
Maðurinn sem lenti í fjórhjólaslysi nærri Búðardal í gær er ekki í lífshættu, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. „Líðan mannsins er betri en við þorðum að vona í fyrstu. Hann er ekki í lífshættu, en hann slasaðist illa.“

 

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í gær, en hann hafði lent í fjórhjólaslysi í Laugardal á Vesturlandi. Var hann í fimm manna hópi sem var í fjórhjólaferð og átti atvikið sér stað skömmu fyrir þrjú í gær.

 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var mjög nálægt vettvangi þegar slysið átti sér stað, en hún var á leið á Vestfirði þegar tilkynning barst. Þyrlan var því fljót á slysstað og var lent í Reykjavík upp úr klukkan fjögur.

 

Slysið gerðist innst í Laugadal í Dölum þar sem ekkert símasamband er. Því þurfti samferðafólk mannsins að fara til byggða eftir hjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×