Innlent

Maður sleginn ítrekað í andlit í miðborginni

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkuð var um útköll á höfuðborgarsvæðinu sem öll tengdust ölvun á einhvern hátt.
Nokkuð var um útköll á höfuðborgarsvæðinu sem öll tengdust ölvun á einhvern hátt. Vísir/Kolbeinn Tumi
Tilkynnt var um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkurborgar á þriðja tímanum í nótt þar sem maður hafði verið sleginn í andlit nokkrum sinnum og sparkað í hann. Maðurinn var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Í dagbók lögreglu segir að ekið hafi verið á ljósastaur á gatnamótum Geirsgötu og Ægisgötu um klukkan hálf þrjú í nótt. Ökumaður bílsins var grunaður um ölvun við akstur og að lokinni blóðtöku var hann vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar.

Skömmu fyrir miðnætti barst tilkynning um umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut, þar ekið hafði verið á strætóskýli. Í skýlinu beið farþegi og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar. Ökumaður bílsins er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu að lokinni blóðtöku.

Loks voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Þá hefur verið nokkuð um útköll á höfuðborgarsvæðinu sem öll tengjast ölvun á einhvern hátt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×