Erlent

Á forsíðu GQ eftir andlitsígræðslu

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Samsett mynd sem sýnir Norris fyrir og eftir aðgerðina.
Samsett mynd sem sýnir Norris fyrir og eftir aðgerðina. Vísir/MMC
Maður sem særðist alvarlega fékk nýtt andlist grætt á sig. Nú verður hann á forsíðu tískutímaritsins GQ, og á hundruð aðdáenda. Þetta kemur fram á vefsíðu The Mirror.

Þegar Richard Norris var 22 ára lenti hann í slysi með haglabyssu sem skaut af honum nef, kinnbein, varir, tungu, og allan neðri kjálka hans.

Norris lifði slysið af, en andlit hans var gereyðilagt.

Þökk sé skurðlæknum hjá heilsumiðstöð Maryland fékk Norris alnýtt andlit. Andlit nýlega látins ungs manns var tekið í heild sinni og það grætt á Norris.

Norris fær þúsundir aðdáendabréfa á ári hverju eftir að hann gekkst undir aðgerðina. Einnig hefur Norris tekist betur að eiga félagsleg samskipti, nú þegar hann hefur nýja andlitið. Það færir honum mikið sjálfstraust.

Þarf að fara varlega

Þrátt fyrir þessa velgengni þarf Norris að vera passasamur með nýja andlitið. Hann má ekki brenna í sól, verða kalt eða drekka áfengi, og hann þarf að taka lyfjakokteil á hverjum degi. Líkami hans gæti hafnað andlitinu við minnstu röskun.

Aðgerðin, sem tók einn og hálfan dag, færði honum einnig nýja tungu og tennur. Einnig tengdu læknarnir sérstakar taugar við munn andlitsins, til að gera Norris kleift að brosa.

Norris segist vera meðvitaður um hvaða áhrif saga hans og bati getur haft á fólk í sambærilegum aðstæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×