Erlent

Maður handtekinn í tengslum við árásina í Berlín

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Tólf létust og tugir særðust þegar flutningabíl var ekið inn í jólamarkað á Breitscheidplatz í Berlín í síðustu viku.
Tólf létust og tugir særðust þegar flutningabíl var ekið inn í jólamarkað á Breitscheidplatz í Berlín í síðustu viku. Vísir/aFP
Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið fertugan mann frá Túnis sem talið er að hafi átt aðild að hryðjuverkunum í Berlín þann 19. desember síðastliðinn. 

Árásarmaðurinn, sem ók flutningabíl inn á jólamarkað í miðborg Berlínar og varð þannig tólf manns að bana, var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó nokkrum dögum eftir atvikið.

Ríkissaksóknarar í Þýskalandi upplýstu fjölmiðla um það í dag að símanúmer mannsins sem er nú í haldi hafi verið vistað í síma árásarmannsins. Verið er að rannsaka hvort hann hafi átt þátt í skipulagningu árásarinnar.


Tengdar fréttir

Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist

Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag.

Hryllingur á jólamarkaði í Berlín

Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×