Innlent

Maður handtekinn í Austurborginni vegna gruns um brot á nálgunarbanni

atli ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut í nótt.
Tilkynnt var um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut í nótt. Vísir/Pjetur
Maður var handtekinn í Austurborginni skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi vagna gruns um brot á nálgunarbanni. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

Einnig segir að þrír hafi verið fluttir með sjúkrabílum á slysadeild Landspítala eftir umferðaróhapp tveggja bíla á Reykjanesbraut við Bústaðaveg í Reykjavík klukkan rúmlega 22 í gærkvöldi. Meiðsl fólksins eru sögð minni háttar.

Þá var tilkynnt um innbrot í tölvuverslun við Suðurlandsbraut í nótt. Þar hafði rúða verið brotin og raftækjum stolið.

Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í geymsluskúr í Kópavogi þar sem verkfærum var stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×