Erlent

Maður handtekinn eftir gíslatöku í Belgíu

Atli Ísleifsson skrifar
Árásarmaðurinn hefur ekki gefið upp ástæður fyrir gíslatökunni.
Árásarmaðurinn hefur ekki gefið upp ástæður fyrir gíslatökunni. Vísir/AFP
Lögregla í Belgíu hefur handtekið karlmann eftir gíslatöku í verslunarmiðstöð í Forest, úthverfi höfuðborgarinnar Brussel, fyrr í dag.

Að sögn lögreglu hófst atburðarásin á tilraun mannsins til ráns, en hann var vopnaður hnífi. Mál þróuðust svo á þann veg að hann hélt fimmtán manns í gíslingu.

Belgíski fjölmiðillinn RTBF segir sérsveit lögreglu hafa verið fljóta á vettvang og handtók manninn.

Árásarmaðurinn hefur ekki gefið upp ástæður fyrir gíslatökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×