Lífið

Maður gekk berserksgang í Apple-verslun

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað í Apple-verslun í Dijon í Frakklandi.
Atvikið átti sér stað í Apple-verslun í Dijon í Frakklandi. Vísir/EPA
Uppi varð fótur og fit þegar karlmaður gekk á milli sýningarsíma í Apple-verslun í Dijon í Frakklandi og braut þá með stálkúlu, hvern á fætur öðrum. Alls skemmdi maðurinn tólf síma en honum tókst einnig að eyðileggja fartölvu sem var til sýnis í versluninni.

Viðskiptavinur, sem staddur var í versluninni, náði gjörningnum á myndband á símann sinn. Þegar maðurinn gerði sér grein fyrir því að verið væri að mynda hann ákvað hann að tala í myndavélina. Hann sagði þar meðal annars að Apple hefði neitað að endurgreiða honum og þess vegna hafi hann fundið sig knúinn til þess að eyðileggja símana.

Maðurinn var stöðvaður af öryggisvörðum og í kjölfarið handtekinn af lögreglu. Tjónið sem hlaust af völdum mannsins er sagt hlaupa á tugum þúsunda evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×