Innlent

Maður féll í sjóinn við Arnarstapa

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Arnarstapi á Snæfellsnesi séð til jökulsins frá höfninni
Arnarstapi á Snæfellsnesi séð til jökulsins frá höfninni Vísir/GVA
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu frá neyðarlínunni klukkan 12:30 að maður hefði fallið fyrir björg við Miðgjá á sunnanverðum Arnarstapa og væri í sjónum. TF-SÝN þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út auk þess að báturinn Gestur sem er í eigu heimamanna hélt úr Arnarstapahöfn til björgunarstarfa. Þar að auki voru önnur skip á svæðinu beðin um að halda á staðinn.

Laust fyrir klukkan 13 var maðurinn hífður um borð í bátinn Gest. Maðurinn var kaldur og örmagna en á lífi. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Arnarstapa um klukkan 13:21 og flutti manninn á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×