Erlent

Maður brann til dauða fyrir utan Kensington-höll

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu við Kensington-höll í dag.
Frá aðgerðum lögreglu við Kensington-höll í dag. Vísir/Getty
Maður brann til dauða fyrir utan Kensington-höll í Lundúnum í Bretlandi í nótt.  Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því á vef sínum að lögreglan hefði verið kölluð að þessu heimili hertogans og hertogynjunnar af Cambridge, Vilhjálms Bretaprins og Katrínar, eftir að hafa borist ábendingar um grunsamlega hegðun mannsins.

Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn hins vegar alelda. Sjúkraflutningsmenn og slökkvilið mættu á vettvang en maðurinn var úrskurðaður látinn á fjórða tímanum í nótt.

The Guardian segir lögreglu telja dauða mannsins ekki hafa borið að með saknæmum hætti. Guardian tekur fram að þau Vilhjálmur og Katrín voru ekki heima þegar þetta átti sér stað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×