Lífið

Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður

Kristján Már Unnarsson skrifar
Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. Um ævintýralegt lífshlaup hennar verður fjallað í Landnemunum á Stöð 2 á mánudagskvöld, 8. febrúar. Hér að ofan má sjá brot úr þættinum.

Æskuslóðir Auðar í Noregi verða heimsóttar þar sem afi hennar, Björn buna, og faðir hennar, Ketill flatnefur, voru höfðingjar. Fjölskyldan hrökklaðist til Bretlandseyja og komst í ónáð hjá Haraldi hárfagra þegar Ketill flatnefur tók sér konungsvald yfir Suðureyjum.

Auður var gefin Ólafi hvíta, konungi Dyflinnar, en á hans dögum var þar mesta þrælaverslun Norður-Evrópu. Sonur þeirra, Þorsteinn rauður, gerðist konungur yfir Skotlandi, áður en þeir voru báðir drepnir. Auður flúði til Íslands, nam Dali og bjó að Hvammi.

„Og þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna,“ segir í Laxdælu um Auði djúpúðgu.

Ólafur hvíti, konungur Dyflinnar, og Auður djúpúðga, eins og teiknari þáttanna, Jakob Jóhannsson, sér þau fyrir sér.Teikning/Jakob Jóhannsson.

Tengdar fréttir

Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn?

Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×