Erlent

Maður á göngu drepinn af birni

Samúel Karl Ólason skrifar
Svartbirnir eru algengir í Norður-Ameríku.
Svartbirnir eru algengir í Norður-Ameríku. Vísir/AFP
Göngumaður var drepinn af birni skammt frá New York í Bandaríkjunum í gær, þar sem hann var með fjórum vinum sínum. Er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist á svæðinu síðan 1852.

Hinn 22 ára gamli Darsh Patel var ásamt vinum sínum í Apshawa þjóðgarðinum í New Jersey þegar þau rákust á björn. Lögreglan segir þau hafa orðið hrædd og að þau hafi reynt að flýja svæðið. Þau urðu þó viðskila við hvort annað því þau hlupu mismunandi áttir.

Samkvæmt AFP höfðu þau samband við lögreglu eftir að fjögur þeirra fundu ekki Darsh aftur. Leitarhópar fundu lík hans tveimur tímum seinna.

Lögreglan segir að lík hans hafi borið merki árásar bjarndýrs og að slíkt dýr hafi verið á staðnum. Björninn var skotinn. Talið er að um 1.800 til 2.400 birnir séu á svæðinu sem um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×