Fótbolti

Madrídarliðin í miklu stuði | Ronaldo ekki lengi að opna markareikninginn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það tók Ronaldo ekki langan tíma að stimpla sig inn í fyrsta leik vetrarins.
Það tók Ronaldo ekki langan tíma að stimpla sig inn í fyrsta leik vetrarins. Vísir/EPA
Það tók Cristiano Ronaldo aðeins sex mínútur að skora í fyrsta leik tímabilsins í 5-2 sigri á nýliðum Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Ronaldo kom Madrídingum yfir eftir undirbúning Gareth Bale en varnarmennirnir Danilo og Sergio Ramos bættu við mörkum skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Pepe bætti við fjórða markinu og skömmu síðar skoraði Luka Modric fimmta mark Real Madrid eftir undirbúning Alvaro Morata.

Osasuna náði að minnka muninn í tvígang ásamt því að klúðra vítaspyrnu en sigur Madrídinga var aldrei í hættu.

Nágrannar Real í Atletico Madrid unnu sömuleiðis stórsigur í dag á útvelli gegn Celta Vigo en leiknum lauk með 4-0 sigri Atletico.

Antonie Griezmann lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Koke og bætti við tveimur mörkum sjálfur síðar í leiknum.

Angel Correra gulltryggði sigurinn með fjórða marki Atletico á 89. mínútu eftir undirbúning Koke en þetta var fyrsti sigur Atletico á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×