Körfubolti

Maciej tryggði Njarðvík sigurinn | Öll úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Njarðvíkingar unnu nauman sigur á Snæfelli.
Njarðvíkingar unnu nauman sigur á Snæfelli. vísir/valli
Sex leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld.

Maciej Stanislav Baginski tryggði Njarðvík sigur á Snæfelli þegar hann setti niður stökkskot þremur sekúndum fyrir leikslok. Maciej var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 34 stig en Ólafur Helgi Jónsson kom næstur með 19 stig.

Sherrod Nigel Wright stóð upp úr í liði Snæfells með 37 stig og átta fráköst. Sigurður Þorvaldsson kom næstur með 21 stig og sjö fráköst.

Njarðvík-Snæfell 85-84 (26-23, 16-19, 24-17, 19-25)

Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 34/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 19/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 10/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/6 fráköst, Atli Karl Sigurbjartsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Hilmar Hafsteinsson 0.

Snæfell: Sherrod Nigel Wright 37/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 11/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 9, Viktor Marínó Alexandersson 2, Stefán Karel Torfason 2, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Baldur Þorleifsson 0, Hafsteinn Helgi Davíðsson 0, Jón Páll Gunnarsson 0.

Það var einnig gríðarleg spenna í leik Keflavíkur og Tindastóls. Þegar mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn, 84-84. Magnús Már Traustason kom Keflvíkingum tveimur stigum yfir af vítalínunni en Darrel Lewis jafnaði metin í 86-86 þegar 27 sekúndur voru eftir.

Í næstu sókn Keflavíkur var brotið á Reggie Dupree og hann setti annað vítaskotið niður en Darren Townes svaraði með tveimur vítaskotum og kom Tindastóli yfir, 87-88.

Keflvíkingar fengu lokasóknina, Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á þriggja stiga skoti þegar tvær sekúndur voru eftir en Magnús Már tók sóknarfrákastið og Darrell Flake braut á honum. Magnús Már var ískaldur á línunni, setti bæði vítin niður og tryggði Keflavík sigurinn.

Fimm leikmenn Keflvíkinga skoruðu 10 stig eða meira í leiknum en Dupree var stigahæstur þeirra með 17 stig. Darren Townes skoraði 22 stig og tók 12 fráköst í liði Tindastóls.

Keflavík-Tindastóll 89-88 (19-29, 32-19, 19-23, 19-17)

Keflavík: Reggie Dupree 17/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 16/5 fráköst, Ágúst Orrason 12, Guðmundur Jónsson 12/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 10/4 fráköst, Magnús Már Traustason 8/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 5/6 fráköst, Andri Daníelsson 5, Ragnar Gerald Albertsson 4, Arnór Ingi Ingvason 0, Kristján Örn Rúnarsson 0.

Tindastóll: Darren Townes 22/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 21/7 fráköst, Darrell Flake 17/9 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11, Pálmi Geir Jónsson 10, Helgi Rafn Viggósson 6/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 1/5 fráköst, Viðar gústsson 0, Hannes Ingi Másson 0.

Justin átti flottan leik gegn Hetti.vísir/vilhelm
Haukar báru sigurorð af Fjölni, 77-70. Grafarvogsbúar voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu úr 50% skota sinna þaðan. Hins vegar hittu þeir aðeins úr 34% skota sinna inni í teig.

Stigaskorið dreifðist vel hjá Haukum en Haukur Óskarsson var þeirra stigahæstur með 19 stig. Kári Jónsson kom næstur með 18 stig og þá skoraði Finnur Atli Magnússon 13 stig og tók átta fráköst.

Róbert Sigurðsson og Colin Anthony Pryor voru í aðalhlutverkum hjá Fjölni. Róbert skoraði 18 stig og gaf sex stoðsendingar og Pryor skoraði 14 stig og tók 20 fráköst.

Haukar-Fjölnir 77-70 (16-21, 26-7, 18-24, 17-18)

Haukar: Haukur Óskarsson 19, Kári Jónsson 18/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/8 fráköst, Kristinn Marinósson 11/7 fráköst, Emil Barja 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Stephen Michael Madison 6/7 fráköst, Kristinn Jónasson 2, Ívar Barja 2, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0, Alex Óli Ívarsson 0.

Fjölnir: Róbert Sigurðsson 18/6 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 15/6 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 14/20 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 8, Sindri Már Kárason 4/6 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Bergþór Ægir Ríkharðsson 3, Þorgeir Freyr Gíslason 2, Alexander Þór Hafþórsson 2, Guðjón Ágúst Guðjónsson 1, Smári  Hrafnsson 0, Helgi Hrafn Halldórsson 0.

Al'onzo Coleman skoraði 25 stig og tók 11 fráköst þegar Stjarnan vann sex stiga sigur, 90-84. á Hetti.

Tobin Carberry skoraði 39 stig og tók 12 fráköst í liði Hattar en hann minnkaði muninn í tvö stig, 86-84, þegar ein mínúta og 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Marvin Valdimarsson skoraði þá mikilvæga körfu og Justin Shouse kláraði svo leikinn á vítalínunni. Shouse var með 23 stig og sex stoðsendingar í kvöld.

Stjarnan-Höttur 90-84 (30-25, 23-16, 23-23, 14-20)

Stjarnan: Al'onzo Coleman 25/11 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 9/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Magnús Bjarki Guðmundsson 5, Sæmundur Valdimarsson 3/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 1, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Elías Orri Gíslason 0, Kristinn Ólafsson 0.

Höttur: Tobin Carberry 39/12 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 13, Helgi Björn Einarsson 7, Sigmar Hákonarson 4, Mirko Stefán Virijevic 4/11 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 2, Hallmar Hallsson 0, Stefán Númi Stefánsson 0, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 0, Gísli Þórarinn Hallsson 0.

Þá vann FSu fimm stiga sigur, 101-106, á Skallagrími og Hamar rústaði Ármanni, 62-101.

Skallagrímur-FSu 101-106 (20-20, 26-28, 23-27, 32-31)

Skallagrímur: Jean Rony Cadet 37/15 fráköst, Davíð Ásgeirsson 20, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/10 stoðsendingar/5 stolnir, Kristófer Gíslason 10, Atli Aðalsteinsson 9/7 stoðsendingar, Hjalti Ásberg Þorleifsson 5, Kristján Örn Ómarsson 4/5 fráköst/4 varin skot, Þorsteinn Þórarinsson 0/6 fráköst, Atli Steinar Ingason 0, Einar Benedikt Jónsson 0, Almar Örn Björnsson 0, Bjarni Guðmann Jónson 0.

FSu: Cristopher Caird 28/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 24/8 fráköst, Christopher Anderson 21/5 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 9, Hlynur Hreinsson 8/8 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 6, Maciej Klimaszewski 6, Arnþór Tryggvason 4, Svavar Ingi Stefánsson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Birkir Víðisson 0.

Ármann-Hamar 62-101 (6-25, 25-28, 14-34, 17-14)

Ármann: Guðjón Hlynur Sigurðarson 13/4 fráköst, Gudni Sumarlidason 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlíus Þór Árnason 9, Magnús Ingi Hjálmarsson 8/6 fráköst, Dagur Hrafn Pálsson 6/5 fráköst, Guðni Páll Guðnason 4, Gísli Freyr Svavarsson 3, Elvar Steinn Traustason 3, Þorsteinn Hjörleifsson 3, Sindri Snær Rúnarsson 2, Sigurbjörn Jónsson 0, Eysteinn Freyr Júlíusson 0/4 fráköst.

Hamar: Samuel Prescott Jr. 29/6 fráköst/5 varin skot, Oddur Ólafsson 21, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Bjartmar Halldórsson 11, Stefán Halldórsson 7, Sigurður Orri Hafþórsson 7, Mikael Rúnar Kristjánsson 4, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2, Ágúst Logi Valgeirsson 2, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 2/6 fráköst, Alexander Freyr Wiium Stefánsson 0, Páll Ingason 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×