Tónlist

Mac DeMarco handtekinn á tónleikum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Mac DeMarco spilaði á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í fyrra.
Mac DeMarco spilaði á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í fyrra. Getty
Tónleikar Íslandsvinarins Mac DeMarco í háskóla Kaliforníu enduðu í glundroða á dögunum þegar hann var handtekinn fyrir ósiðsamlega hegðun ásamt nokkrum aðdáendum. Lögreglan var kölluð til eftir að áhorfendur byrjuðu að „mosha“ eða dansa mjög harkalega.

Samkvæmt lögreglunni þar vestra hótaði einn gestur öryggisvörðum en annar gestur lét ófriðsamlega og streittist gegn handtöku. Eftir þetta héldu tónleikarnir áfram en enduðu stuttu eftir að DeMarco stökk inn í þvöguna af sviðinu, lét áhorfendur bera sig og klifraði síðan upp á efri hæð tónleikahússins.

Þá var hann sjálfur handtekinn en samkvæmt lögregluþjónunum gerðu þeir sér ekki grein fyrir því að hann væri tónlistarflytjandinn sem um ræddi þar til hann hefði verið leiddur út.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×