Körfubolti

Má Steph Curry hreinlega taka svona áhættu? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Golden State Warriors fengu örugglega smá áfall í öðrum leik Golden State Warriors og Oklahoma City Thunder þegar besti leikmaður NBA-deildarinnar tók kannski aðeins of mikla áhættu í baráttu um boltann.

Atvikið sem fékk stuðningsfólk NBA-meistaranna til að taka andköf gerðist þegar aðeins níu mínútur voru liðnar af leiknum. Stephen Curry stakk sér þá til sunds inn í miðjan áhorfendaskarann og skall í gólfið fyrir aftan fyrstu röðina.

Steph Curry hefur verið að glíma við meiðsli í úrslitakeppninni og hefur misst af sex leikjum vegna bæði ökkla- (2 leikir) og hnémeiðsla (4 leikir). Hann er ekki enn orðin alveg hundrað prósent og þá er ekki sniðugt að vera fórna skrokknum eins og hann gerði í þessu tilfelli.

Steph Curry var þarna kominn með níu stig í leiknum en öll þeirra komu rétt áður og Curry leit út fyrir að vera að komast í gang.

Þeir svartsýnustu óttuðust jafnvel að Curry væri aftur meiddur enda leið svolítill tími þar til að hann stóð aftur upp. Stuðningsmenn Golden State gátu þó andað léttar því Steph Curry slapp ómeiddur og átti eftir að skora 19 stig til viðbótar í öruggum sigri Golden State.

Þriðji leikurinn er á sunnudaginn og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst á miðnætti.

Í spilaranum fyrir ofan má sjá þessa flugferð Stephen Curry upp í stúku frá því í fyrrinótt.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×