Innlent

Lýsir umsátursástandi í allsherjarnefnd

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Guðbjartur Hannesson og Svandís Svavarsdóttir furðuðu sig á vinnubrögðum allsherjar- og menntamálanefndar í dag.
Guðbjartur Hannesson og Svandís Svavarsdóttir furðuðu sig á vinnubrögðum allsherjar- og menntamálanefndar í dag.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, furðuðu sig á vinnubrögðum allsherjar- og menntamálanefndar á þingi í morgun en nefndin afgreiddi fyrir þingfund áfengisfrumvarpið úr nefnd til annarar umræðu.



Ekki hefur verið meirihluti í nefndinni fyrir afgreiðslu frumvarpsins fram að þessu en sá meirihluti fékkst þegar aðalmenn voru fjarverandi.

Sjá einnig: Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun



„Þetta er sérstaklega athyglisvert vegna þess að þetta er eina þingmannamálið af 16 sem hefur verið tekið á dagskrá nefndarinnar. Þetta mál er líka þannig vaxið að af níu aðalmönnum eru aðeins tveir aðalmenn á nefndarálitinu,“ sagði Guðbjartur. „Ég tel þetta ávísun á að við þurfum að fara að hugsa upp á nýtt hvernig mál eru afgreidd í gegnum þingið.“



Svandís lýsti upplifun sinni af ástandinu í nefndinni. „Ég verð því að segja að það olli mér miklum vonbrigðum að verða þess áskynja að ríkt hefur umsátursátand í nefndinni um nokkurra vikna skeið sem snýst um það að formaður nefndarinnar sætir færis að setja málið á dagskrá til að geta afgreitt það út,“ sagði hún.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×