Innlent

Lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á Hafnarvegi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir vitnum og biður þá sem geta gefið upplýsingar um tildrög þess að hafa samband við lögreglustöð á Höfn í síma 444 2050.
Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir vitnum og biður þá sem geta gefið upplýsingar um tildrög þess að hafa samband við lögreglustöð á Höfn í síma 444 2050. Vísir/Róbert
Lögregla á Suðurlandi lýsir eftir vitni að umferðaróhappi á Hafnarvegi þar sem ekið er inn á Höfn í Hornafirði á öðrum tímanum fyrr í dag.

Í Facebook-færslu lögreglunnar segir að bíllinn, sem ekið var frá Höfn, hafi hafnað  út af veginum og oltið ofan í skurð eftir að ökumaður missti stjórn á henni. „Minniháttar slys urðu á fólki en bifreiðin ónýt.“

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir vitnum og biður þá sem geta gefið upplýsingar um tildrög þess að hafa samband við lögreglustöð á Höfn í síma 444 2050.

Á öðrum tímanum í dag varð umferðaróhapp á Hafnarvegi þar sem ekið er inn á Höfn í Hornafirði. Hafnaði bifreið sem ekið...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Friday, 29 May 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×