Innlent

Lýsing verður við kröfu FME

Ingvar Haraldsson skrifar
Lýsing varð í gær við kröfu Fjármaáeftirlitsins.
Lýsing varð í gær við kröfu Fjármaáeftirlitsins. fréttablaðið/gva
Lýsing hefur orðið við kröfum Fjármálaeftirlitsins (FME) um að senda þeim aðilum, sem hafa greitt upp lán frá fyrirtækinu, bréf um dóm Hæstaréttar frá árinu 2012.

Í dómnum sagði að Lýsing mætti ekki reikna verðtryggingu og breytilega vexti á ákveðna tegund lánasamninga.

FME hótaði Lýsingu dagsektum vegna málsins en til þess kom ekki þar sem Lýsing brást við áskorunum FME.

Uppfært kl.11:31

Í upphaflega texta fréttarinnar kom fram að Lýsing hefði greitt dagsektir vegna málsins. Hið rétta er að dagsektum var eingöngu hótað en til greiðslu þeirra kom ekki því Lýsing varð við kröfum Fjármálaeftirlistins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×