Viðskipti innlent

Lýsing lagði Leiguvélar í Hæstarétti

Samúel Karl Ólason skrifar
Að auki var Leiguvélum gert að greiða Lýsingu 350 þúsund krónur í kærumálskostnað.
Að auki var Leiguvélum gert að greiða Lýsingu 350 þúsund krónur í kærumálskostnað.
Lýsing hf. sigraði Leiguvélar ehf. í Hæstarétti og því verða vinnutæki sem Leiguvélar höfðu fjármagnað með samningum við Lýsingu tekin með beinni aðfaragerð. Þar að auki var Leiguvélum gert að greiða Lýsingu 350 þúsund krónur í kærumálskostnað.

Í einföldu máli snýst málið um að Leiguvélar fjármögnuðu tækjakaup með samningi við Lýsingu. Leiguvélar sögðu samningana vera lánasamninga en Lýsing sagði að um leigusamninga væri að ráða. Leiguvélar ehf. sögðu að þar sem að um lán væri að ræða, væri þau tengd með ólögmætum hætti við gengi erlendra gjaldmiðla.

Lýsing vildi taka 42 tæki sem Leiguvélar höfðu fjármagnað með samningum víð Lýsingu á árunum 2005 til 2010. Flestir samningarnir voru í íslenskum krónum tengdir við gengi erlendra mynta.

Leiguvélar skutu málinu til Hæstaréttar eftir að hafa tapað málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Í dómi Hæstaréttar segir að ósannað hafi verið að Leiguvélar myndu eignast tækin gegn ákveðinni greiðslu við lok leigutímans.

Því lægi ekki annað fyrir en að um leigusamning væri að ræða. Þá segir að samkvæmt samningunum hefðu Leiguvélar ekki geta eignast tækin án frekari samninga á milli Lýsingar og Leiguvéla.

Dóma Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér. Dómurinn var birtur í dag, en kveðinn upp á miðvikudaginn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×