Enski boltinn

Lyon sagði nei við Arsenal | Framherjaleit Wengers ekki borið árangur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lacazette hefur skorað 63 mörk í 103 deildarleikjum fyrir Lyon undanfarin þrjú tímabil.
Lacazette hefur skorað 63 mörk í 103 deildarleikjum fyrir Lyon undanfarin þrjú tímabil. vísir/getty
Lyon hafnaði tæplega 30 milljóna punda tilboði Arsenal í framherjann Alexandre Lacazette. Franska félagið greindi frá þessu á Twitter í dag.

Lacazette, sem er 25 ára, hefur verið einn heitasti framherjinn í Frakklandi undanfarin ár.

Hann varð markakóngur í frönsku úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 þegar hann skoraði 27 mörk í 33 leikjum. Á síðasta tímabili gerði hann 21 mark en aðeins Zlatan Ibrahimovic hjá Paris Saint-Germain skoraði fleiri.

Lacazette hefur alls skorað 63 mörk í 103 deildarleikjum undanfarin þrjú tímabil. Þá hefur hann leikið 10 landsleiki fyrir Frakkland og skorað eitt mark.

Framherjaleit Arsenal fyrir næsta tímabil hefur ekki borið árangur en fyrr í sumar hafnaði Jamie Vardy því að ganga í raðir Lundúnaliðsins og ákvað í staðinn að halda kyrru fyrir hjá Englandsmeisturum Leicester City.


Tengdar fréttir

Mahrez á leiðinni til Arsenal fyrir 50 milljónir evra

Svo virðist sem Alsíringurinn Riyad Mahrez sé á leiðinni til Arsenal og mun Lundúnaliðið greiða 50 milljónir evra fyrir þennan magnaða leikmann sem sló í gegn á síðasta tímabili með Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×