Lífið

Lykla-Pétur í eigin saur í þýskum skógi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pétur sagði frábæra sögu á Stöð 2 í gær.
Pétur sagði frábæra sögu á Stöð 2 í gær.
„Ég hef skriðið um þýskan skóg um hánótt í svartamyrkri.“ Svona byrjar óborganlega saga sem Pétur Jóhann Sigfússon sagði í þættinum Satt eða Logið á Stöð 2 í gærkvöldi.

Þar lýsti hann því þegar hann varð að fara á klósettið inni í miðjum skógi nálægt Stuttgart.

„Ég var að skríða um þennan þýska skóg til þess að reyna finna lykla. Lyklar sem ég missti í skóginum, lyklar af íbúðinni.“

Sagan verður enn skrítnari þegar Pétur segir frá því á hvaða augnabliki hann týndi lyklunum.

„Ég var í garðpartýi við hús sem hafði bara eitt baðherbergi. Ég hafði borðað steik fyrr um kvöldið og þurfti að létta á mér. Ég þurfti að skíta inni í skóginum. Ég heyrði þá detta úr vasanum og skreið á eftir þeim.“

Hann bætir við að hann hafi á endanum fundið lyklana. 

„Maður var þá orðinn útataður í eigin saur.“

Hér að neðan má sjá myndband af þessari sögu.


Tengdar fréttir

Auddi geymir fyrrverandi kærusturnar í kassa

"Þetta er kassi sem fannst uppí skáp hjá mömmu ásamt gömlu dóti frá unglingsárum,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal í samtali við Vísi en hann sagði frá mjög skemmtilegri sögu í þættinum Satt eða Logið á Stöð 2 í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×