Erlent

Lykketoft næsti forseti allsherjarþings SÞ

Atli Ísleifsson skrifar
Mogens Lykketoft hefur setið á danska þinginu síðan 1981.
Mogens Lykketoft hefur setið á danska þinginu síðan 1981. Mynd/Wikipedia
Mogens Lykketoft, forseti danska þingsins, mun taka við embætti forseta allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í júní á næsta ári.

Fimm ríkjahópar – Afríka, Suður-Ameríka, Austur-Evrópua, Vestur-Evrópa og Asía – skiptast á að tilnefna mann í forsetastólinn og er nú röðin komin að Vestur-Evrópu. Dönsk stjórnvöld hafa unnið að tilnefningu Lykketoft um margra mánaða skeið.

Lykketoft gegndi embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins á árunum 2002 til 2005 og tók við embætti þingforseta 2011. Hann hefur setið á danska þinginu síðan 1981.

Fréttaskýraskýrandi Berlingske segir í samtali við danska ríkisútvarpið að þetta sé mikil virðingarstaða, en að öðru leyti megi ekki búast við auknum völdum Danmerkur innan Sameinuðu þjóðanna.

Fyrrum utanríkisráðherra Úganda, Sam Kutesa, gegnir nú embætti forseta allsherjarþingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×