Sport

Lyfta Þuríðar Erlu er alheimsfrétt | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjalti Úrsús Árnason, einn okkar helsti sérfræðingur í aflraunum, segir að lyfta Þuríðar Erlu Helgadóttur á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum hafi vakið heimsathygli og afrekið sé í raun ótrúlegt.

Þuríður, sem keppir í -63 kílóa flokki, sló öll Íslandsmetin á mótinu. Í jafnhendingu lyfti hún 106 kílóum í annarri tilraun en það er lyftan sem allir eru að tala um.

„Þetta er stórkostlegt afrek og setur hana með 15 bestu lyftingakonum heims í dag sem er stórkostlegt. En hvernig hún fór að þessu, bjargaði sér út úr vonlausri aðstöðu,“ sagði Hjalti Úrsús í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Við getum reynt að líkja þessu við að þú sért með tvöfalda líkamsþyngd í höndunum, með útrétta arma fyrir ofan höfuð og takir svo hnébeygju með öðrum fæti. Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt. Þetta er alheimsfrétt og er að fara út um allan heim og vekur gríðarlega athygli. Ekki bara afrekið sem slíkt, heldur áræðnin, þrekið og kjarkurinn að gefast ekki upp.

„Það er stutt síðan við heyrðum ákveðna konu tala um að konur ættu bara að vera heima að strauja og baka. En þarna er aldeilis búið að brjóta þá ímynd og hún verður ekkert til eftir þessa lyftu,“ sagði Hjalti Úrsús ennfremur.

Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×