Innlent

Lúxussnekkjan í Eyjafirði til sölu

Samúel Karl Ólason skrifar
39 milljarða króna snekkjan A.
39 milljarða króna snekkjan A. Vísir/EPA
Lúxussnekkjan sem nú er við akkeri í Eyjafirði er til sölu. Rússneski auðkýfingurinn Andrey Melnichenko er eigandi snekkjunnar sem metin er á 39 milljarða króna. Ástæða þess að hún er til sölu er að Melnichenko er búinn að kaupa nýja, stærri og dýrari snekkju.

Snekkjan, sem ber hið látlausa nafn „A“, er 120 metrar að lengd og hönnuð af hinum heimsfræga Philippe Starck. Hún er metin á rúmlega 323 milljónir dala, eða 39 milljarða króna.

Sjá einnig: 39 milljarða króna snekkja í Eyjafirði.

Nýja snekkjan er sögð kosta 48 milljarða króna. Andrey Melnichenko var í fyrra talinn 137 ríkasti maður í heimi. Smíði hennar er nú næstum lokið.

Nýja snekkjan mun einnig heita A.Vísir/EPA
Samkvæmt Forbes er nýja snekkjan rúmlega 48 milljarða króna virði. Hún er 143 metrar að lengd, með átta þilför og verður eitt herbergi útbúið sem útsýnisherbergi þar sem botninn verður úr 30 sentímetra þykku gleri. Möstur hennar verða sú stærstu í heimi, en þau munu ná í um hundrað metra hæð frá sjó, og um borð verða nokkrar lyftur. Þá mun snekkjan bera kafbát.

Allt í allt geta 20 farþegar verið um borð og 54 í áhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×